Nýsköpunar- og þróunarverkefni með Háskóla Reykjavíkur
- Arni Gudmundsson
- Dec 18, 2025
- 1 min read

Við erum stolt að segja frá því að Frost tók þátt í fyrirtækistengdu verkefni tengt námskeiði í meistaranámi við Háskóla Reykjavíkur. Verkefnið hófst í byrjun haustannar og lauk núna í Nóvember. Allir nemendur eru erlendir og í verkfræðinámi en það var einmitt ástæða fyrir því að þau völdu Frost til að vinna með vegna tækni og verkfræðiþekkingar sem Frost byggir sína sérstöðu á.
Myndin sýnir stolta verkfræðinema ásamt leiðbeinendum, talið frá vinstri: Florian Janis Mayer rafmagnsverkfræðinemi, Simon Lukas Wagner rafmagnsverkfræðinemi, Páll Kr. Pálsson lektor í verkfræðideild HR., Sigurður J. Bergsson tæknistjóri Kælismiðjunnar Frost, Tobias Egenter rafmagnsverkfræðinemi, Amanda Olalla vöruþróunarverkfræðinemi og Ben Weghaus rafmagnsverkfræðinemi. Florian, Simon, Tobias og Ben eru allir frá Þýskalandi en Amanda er frá Spáni.
Frost þakkar þeim HR nemendum og Páli lektor fyrir afar gott samstarf sem skilaði okkur flottum árangri.



Comments