Kælismiðjan Frost og Rafeyri á Akureyri, Skaginn 3X á Akranesi, framleiða allan búnað í eitt stærsta uppsjávarhús í heimi, sem nú er í byggingu á Þvereyri á Suðurey í Færeyjum, áætluð afköst í húsinu eru um 1.500 tonn á sólahring.
Fyrirtækið Varðin Pelagic stefnir að því að hefja vinnslu í húsinu um mitt næsta ár og er heildarsamningsupphæðin um fimm milljarðar króna. Framkvæmdir eru fyrir nokkru hafnar bæði á Íslandi og í Færeyjum, en fleiri íslensk fyrirtæki koma að verkefninu.
댓글