top of page
Search

Ræðir framtíðarmöguleika í frysti- og þíðingartækni

  • oskarthor61
  • Oct 27, 2023
  • 1 min read

Á málstofu á Sjávarútvegsráðstefnunni 2023 í Hörpu 2. nóvember nk. um þróun í frystitækni fjallar Sæmundur Elíasson, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri, um það sem hefur verið að gerast í framþróun frysti- og þíðingartækni á síðustu misserum og árum. Erindi Sæmundar ber yfirskriftina Framtíðarmöguleikar í frysti- og þíðingartækni sjávarfangs

Í erindi sínu á Sjávarútvegsráðstefnunni ræðir Sæmundur um nýlega þróun á iðnaðarlausnum í frystingu og þíðingu sem felst m.a. í notkun háþrýstings, hljóðbylgja, rafsegulbylgja (t.d. útvarps- og örbylgjur), o.fl. Þessar mismunandi aðferðir segir Sæmundur að geti nýst samhliða hefðbundnari frysti- og þíðingaraðferðum (s.s. loftblástur eða ídýfu í vökva) til þess að örva ferlið og ná fram auknum hraða og viðhalda betri gæðum. Loks fer Sæmundur yfir ávinning af betri frystitækni, s.s. aukin afköst, orkusparnað, aukið geymsluþol, aukin afurðagæði og betri nýting.



 
 
 

Comments


Kælismiðjan Frost ehf. | Fjölnisgata 4b - 603 Akureyri | Suðurhrauni 12b - 210 Garðabæ | Háheiði 9 - 800 Selfossi

Kolding - Denmark Tel: +354 464 9400 | frost@frost.is

Framúrskarandi Fyrirtæki 2024

Copyright ©2025

bottom of page