top of page
Search

Góð dvöl á fram­andi stað


Sig­ur­jón hef­ur ásamt þrem­ur öðrum starfs­mönn­um Frosts dvalið á Shi­kot­an und­an­farið. Ljós­mynd/​Aðsend


Aron Þórður Al­berts­son aront­hor­d­ur@mbl.is

„Þetta er auðvitað frá­brugðið öllu því sem maður þekk­ir,“ seg­ir Sig­ur­jón Ragn­ars­son, staðar­stjóri Kæl­ismiðjunn­ar Frosts í Shi­kot­an sem er ein Kúrileyja aust­ast í Rússlandi. Vís­ar hann í máli sínu til dval­ar sinn­ar á svæðinu en hann hef­ur nú dvalið þar í um þrjár vik­ur ásamt þrem­ur öðrum starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins.

Mikl­ar fram­kvæmd­ir eru að hefjast á svæðinu en ráðgert er að upp­sjáv­ar­frysti­hús rísi þar á næstu mánuðum. Verk­efnið er sam­vinnu­verk­efni nokk­urra ís­lenskra tæknifyr­ir­tækja, þar á meðal Skag­ans 3X, Kæl­ismiðjunn­ar Frosts og Raf­eyr­ar.

„Við erum mætt­ir hingað til að byggja stórt sjálf­virkt frysti­hús ásamt starfs­mönn­um nokk­urra annarra fyr­ir­tækja. Það eru enn sem komið er ein­ung­is starfs­menn tveggja fyr­ir­tækja mætt­ir á svæðið en þeim á eft­ir að fjölga. Við erum fjór­ir komn­ir hingað og svo er Raf­eyri með sjö menn, en þess utan erum við með nokkra verk­taka á staðnum á okk­ar snær­um, bæði frá Armen­íu og Rússlandi,“ seg­ir Sig­ur­jón.

Gríðarlega af­skekkt eyja

Það eru ef­laust fáir sem kann­ast við eyj­una, Shi­kot­an, en eyj­an er staðsett á landa­mær­um Rúss­lands og Jap­ans. Eign­ar­rétt­ur eyj­unn­ar hef­ur verið þrætu­epli milli land­anna frá lok­um seinni heims­styrj­ald­ar þegar Rúss­ar tóku Shi­kot­an af Japön­um. Fáir búa á eyj­unni en talið er að nú­ver­andi íbú­ar Shi­kot­an séu um tvö þúsund tals­ins.

Ráðgert er að frysti­húsið verði tekið í notk­un um ára­mót­in.

Ljós­mynd/​Aðsend

„Þrátt fyr­ir að vera öðru­vísi en það sem maður þekk­ir hér heima hef­ur dvöl­in verið virki­lega góð. Það sem má þó setja út á er að sjald­gæft er að menn tali ensku auk þess sem sam­göng­ur eru í mol­um,“ seg­ir Sig­ur­jón.

Til að kom­ast til Shi­kot­an þurftu starfs­menn Frosts að fara í fjög­ur flug auk þyrlu­ferðar. „Við flug­um til Hels­inki þaðan sem við fór­um beint til Moskvu. Næsta stopp var í Sakalín áður en við tók­um eitt flug í viðbót til eyj­ar á svæðinu. Í stað þess að taka ferju þaðan ákváðum við að fara með þyrlu á milli eyj­anna,“ seg­ir Sig­ur­jón.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu sem kom út 11. ág­úst.

26 views

Comments


bottom of page