MUELLER mjólkurtankar:
Kælismiðjan Frost ehf. þjónustar og selur MUELLER mjólkurtanka.
MUELLER mjólkurtankar eru bændum að góðu kunnir og hafa verið í notkun á Íslandi í áratugi. Upphaflega voru tankarnir framleiddir í USA en hafa um árabil verið framleiddir í Hollandi.
Nýir tankar:
Boðið er upp á tvær gerðir tanka O og P módel, í grundvallaratriðum er uppbygging tankanna eins, en munurinn fellst í því að O módel tankarnir eru ávalir og heildarhæð því minni en á P tönkunum sem eru sívalir. Hvor gerðin er valinn fer eingöngu eftir því húsnæði sem tankurinn á að vera í.
Tankarnir koma með MIII stjórnkerfi og hægt er að nota þá bæði við róbóta- og hefðbundin mjaltakerfi.
Inbyggt er "MilkGuard" skráningar og viðvörunarkerfi sem skráir og vistar hitastig sem og allar aðgerðir kerfisins og getur sent bilana eða villuboð í gsm síma.
Notaðir tankar:
Mueller er með mikið úrval notaðra tanka af ýmsum gerðum á lager. Það getur verið hagkvæmur valkostur að kaupa notaðan tank. Notaðir tankar eru afhenntir uppgerðir og yfirfarnir með nýju stýrikerfi.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 464 9400 .