Kælismiðjan Frost hefur um árabil boðið viðskiptavinum sínum upp á vaktþjónustu þar sem fylgst er með tækjum og búnaði 24 tíma á sólahring.
Þjónustan felst í því að tengja kæli eða frystibúnað viðskiptavina við tölvukerfi Frost. Tölvukerfið fylgist með og skráir alla helstu rekstrarupplýsingar viðkomandi tækja eða búnaðar.
Fari hitastig eða önnur gildi út fyrir eðlileg mörk eru send boð um það til þjónustumanns Frost, sem þá getur brugðist við og annaðhvort leyst málið í gegnum tölvuna eða farið á staðinn, allt eftir hvers eðlis bilunin er.
Valkostur við vaktþjónustu Frost er notkun á Controlant eftirlitskerfinu sem Frost leigir til viðskiptavina. Controlant kerfið er upphaflega þróað fyrir lyfja og heilsugeirann en hentar vel allstaðar þar sem sírita þarf hitastig og gefa viðvörun ef hitastig fer út fyrir sett mörk. Controlant kerfið samanstendur af móðurstöð sem tekur á móti skilaboðum frá allt að 15 þráðlausum nemum sem skrá bæði hita og rakastig. Allar upplýsingar eru skráðar og varðveittar og ef gildi fara út fyrir sett mörk sendir móðurstöðin sms skilaboð til notandans. Öll samskipti við kerfið fara fram í gegnum heimasíðu Frost, þar er hægt að fara inn og skoða söguna, sjá viðvaranir eða breyta viðvörunargildum.
Þar sem nemarnir eru þráðlausir er uppsetning kerfisins ákaflega einföld og ódýr.
Vaktsími á Akureyri er 464 9490 og í Reykjavík 897 8920
Nánari upplýsingar um vaktþjónustu gefur Charles Ó. Magnússon, Þjónustustjóri í Reykjavík.
Sími 464 9450
gsm 897 8941
netfang charles@frost.is .