Kælismiðjan Frost hefur á að skipa vel menntuðum og reyndum tæknimönnum sem hafa langa reynslu í að hanna lausnir sem sniðnar eru að þörfum viðskiptavinarins hverju sinni.
Mikilvægi góðrar hönnunar verður seint ofmetið, rétt hönnun tryggir að kerfið skili því sem til er ætlast og getur oft skilað umtalsverðum sparnaði í kaupum á búnaði og við uppsetningu kerfa.
Allt sem hannað er af Kælismiðjunni Frost ehf. uppfyllir kröfur flokkunarfélaga eða annarra opinberra aðila.
Hluti af hönnunarferlinu er gerð teikninga og gagna sem nauðsynleg eru til samþykktar á viðkomandi kerfi.