Kælismiðjan Frost ehf. hefur verið í fararbroddi í uppbyggingu og þjónustu kælikerfa frá 1993, en á rætur að rekja aftur til 1984.
Kælismiðjan Frost ehf. er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu, með starfsstöðvar bæði á Akureyri og í Garðabæ. Fyrirtækið sinnir verkefnum og þjónustu um allt land sem og erlendis. Erlend verkefni hafa verið vaxandi þáttur í starfseminni undanfarinn ár og hefur félagið sinnt verkefnum víða um heim, svo sem í Kína, Suður Ameríku, Rússlandi, Afríku, Noregi, Danmörku, Færeyjum og víðar.
Starfssemi félagsins fellst í hönnun og uppbyggingu nýrra kæli og frystikerfa, sem og viðhaldi og þjónustu á eldri kerfum. Kælismiðjan Frost býður viðskiptavinum sínum að nýta sér reynslu og tækniþekkingu fyrirtækisins til bilanagreininga og endurbóta á eldri kerfum, eða til þarfagreininga, afkastaútreikninga og hönnunar nýrra kerfa.
Félagið hefur hannað, sett upp og þjónustar kæli og frystikerfi fyrir flestar stærri fiskvinnslur landsins, frystigeymslur, ísverksmiðjur, rækjuverksmiðjur, kjöt og mjólkurvinnslur, svo og fyrir fjölda fiskiskipa, bæði frystitogara og uppsjávarskipa.
Auk stærri iðnaðarkerfa, sem að framan er getið, þjónustar félagið einnig minni kerfi svo sem fyrir verslanir, heildsölur, dreifingaraðila, stofnanir ofl. og bíður viðskiptavinum sínum uppá sólahrings vaktþjónustu og sér um að kerfi viðskiptavina uppfylli opinberar kröfur.