Guðmundur H. Hannesson nýr framkvæmdastjóri Frost
Þann 1. desember tók Guðmundur H. Hannesson við starfi framkvæmdastjóra Kælismiðjunnar Frost af Gunnari Larsen sem verið hefur framkvæmdastjóri síðustu 15 ár. Guðmundur er einn af stofnendum Kælismiðjunnar Frost árið 1993 en hann hefur frá árinu 2001 stýrt sölu- og tæknideild fyrirtækisins og vann þar áður í uppsetningu búnaðar og þjónustu. Lesa meira